Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 26. febrúar 2014

Skokkur


Ég notaði tvo vetrarfrísdaga til að sauma mér skokk. Sniðið er Onion 2046, og efnið er úr Föndru. Það er mjög þykkt jerseyefni, fínt í skokk. Fékk afgang í pils. Á myndinni var ég búin að sitja í skokknum heilt kvöld, svo hann hefur krumpast aðeins fyrir myndatökuna.

 

laugardagur, 15. febrúar 2014

Eitt sokkapar í viðbót

 

Gerði annað sokkapar eins og það gráa í síðustu færslu. Liturinn kemur ekki rétt út á myndinni, þeir eru ekki svona bleikir, heldur vínrauðir. Þetta er síðbúin afmælisgjöf.

 

laugardagur, 8. febrúar 2014

Sokkar úr kambgarni

Mér finnst alltaf gaman að prjóna sokka. Þessa nota ég í vetrarskóna, og ég hafði þá með háu stroffi til að þeir sæjust vel upp úr skónum. Efri sokkarnir eru reyndar steingráir á litinn, alls ekki bláir, en svona mynduðust þeir úti í vetrarbirtunni.

Uppskriftin af hæl og framleista er mín uppáhalds, fylgir innan á miðanum á Fabel garninu, en stroffmunstrin fann ég í bókinni Sokkaprjón eftir Guðrúnu S. Magnúsdóttur. Ég notaði kambgarn og prjóna nr. 2,5.

 

mánudagur, 3. febrúar 2014

Teppi með láréttu munstri

 

Á þennan vegg vantaði teppi. Ég prófaði að búa til þessa gerð með láréttu munstri.

Blokkirnar fann ég í EQ7 forritinu mínu. Þegar ég fer að skoða þær þá sé ég að þetta eru mínar uppáhalds. Vantar reyndar "fljúgandi gæsir" en það er ekki hægt að hafa allt með.

Og.....búin að merkja.