miðvikudagur, 11. febrúar 2009

Hús, hús, hús

Þessa húsamynd gerði ég sumarið 2003. Hún er upp úr bók, sem heitir "Down in the Valley" og er eftir Cori Dereksen og Myra Harder. Pappírssaumur að sjálfsögðu. Fyrst hafði það bláan ramma og hékk yfir baðskápum í bláa baðherberginu okkar, en svo þurfti ég að flytja það vegna breytinga, og núna hangir það í nýja baðherberginu, sem hefur brúna tóna, og því var ekki annað að gera en að skipta um ramma.

Það er að sjálfsögðu kirkja í þorpinu með steindu gleri í gluggum.

Svo er hér fyrir neðan eitt húsið enn. Húsablokkin var það fyrsta sem ég prentaði út úr EQ6 þegar ég fékk það, og átti blokkina lengi saumaða niðri í skúffu.

Svo vantaði mig mynd í forstofuna og mundi eftir blokkinni, og teiknaði ramma í forritinu. Það hugsar alveg fyri mann, og t.d. aðlagaði það stjörnurnar að lengd rammans, þannig að störnurnar í lóðrétta rammanum hafa örlítið annað mál en í þeim lárétta. Munurinn sést ekki, en lengdin á rammanum passar ekki nema maður geri greinarmun á stærðinni á stjörnunum.



Myndin er stungin í vél.




1 ummæli:

  1. Jamm maður veltir vöngum, hvar hef ég séð þessi hús áður? hmm......

    SvaraEyða