laugardagur, 12. janúar 2013

Jólalegt lúruteppi

 

Þetta er teppi, sem ég kláraði milli jóla og nýárs, en ætlaði að hafa tilbúið fyrir jól. Það má því segja að ég sé snemma í því fyrir næstu jól. Blokkirnar eru fengnar úr EQ7, og ég notaði að mestu rauð og græn efni sem ég átti, sömuleiðis ljósu efnin.

Ég stakk í saumfarið kringum allar rauðu blokkirnar og svo fríhendis utan um, og á grænu blokkirnar notaði ég krákustíg.

Hér hef ég lagt teppið yfir stólbak, en það má líka hengja það upp. Ég sauma aldrei slíður aftan á teppi til að hengja þau upp, heldur festi ég litla búta með títuprjónum efst á þau, og þá get ég fínstillt slíðrin. Svo vil ég geta notað teppin á mismunandi hátt, t.d. skelli ég veggteppum sem dúkum á borð og öfugt.

 

4 ummæli:

  1. Godt nytt år!
    Nydelig quilt du har sydd! Likte fargene veldig godt!
    God helg!

    SvaraEyða
  2. Mjög fallegt hjá þér...og prjónuðu jólakúlurnar eru sjúklega fallegar. Kannski ég skelli í eina fyrir næstu jól ;)

    SvaraEyða
  3. Love your beautiful quilt :-)

    SvaraEyða
  4. Glæsilegt stykki, næstu jól koma áður en þú veist af :)

    SvaraEyða