miðvikudagur, 11. desember 2019

Chunky Twist


Við stelpurnar í fjölskyldunni viljum gjarnan tolla í tískunni.
Þess vegna prjónaði ég svona eyrnabönd á okkur allar sex eftir að önnur tengdadóttirin benti mér á að allir væru með svona núna og hvort ég gæti ekki gert svona fyrir hana og dæturnar.
Þær fengu þessi á myndinni fyrir ofan.


Hinar mæðgurnar ákváðu að vera báðar með sama lit á sínu.


Þetta er svo mitt.
Ég átti afgang af gráu frá því ég prjónaði mér peysu, hefði samt trúlega keypt þennan lit líka.

Öll eru prjónuð úr Drops Air, og eru dásamlega mjúk.
Uppskriftin heitir Chunky Twist og fæst á Ravelry.
Garnið keypti ég í Freistingasjoppunni á Selfossi og Skartsmiðjunni í Reykjanesbæ, og afgangsgarnið mitt var frá Gallery Spuna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli