Haustið nálgast og kominn tími til að prjóna skólavettlinga á barnabörnin fjögur. Ég hef undanfarið prjónað eftir uppskrift úr Leikskólafötum, en sú uppskrift nær aðeins upp í sex ára aldur. Börnin eru á aldrinum 5-9 ára og þurfti ég að finna aðra uppskrift. Hana fann ég á síðu Storksins. Hún er frí og heitir
Randalíus. Mjög góð að fara eftir og rétt í stærðum.
Í vettlingana hér að ofan notaði ég Smart garn úr Rúmfatalagernum, endurnýjaði kynni mín við það, hef ekki prjónað úr því síðan synir mínir voru litlir fyrir nokkrum áratugum. Garnið í ljósu vettlingana er Merino Blend DK, keypt á sama stað. Prjónarnir voru nr. 4. Að sjálfsögðu saumaði ég merkimiða inn í hvern einasta vettling.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli