
Hvað þarf ein kona að eiga margar lopapeysur? Ég held að nú sé komið nóg, a.m.k. í bili.

Ég prjónaði bláa peysu fyrir nokkru með þessu munstri, en hún varð of stór, og mamma fékk hana. Nú reyndi ég aftur, og minnkaði peysuna um 30 lykkjur, og nú smellpassar hún.

Peysan er prjónuð úr einföldum lopa og einbandi á prjóna nr. 4,5. Tölurnar eru skelplötutölur.