Hér er sumt af því sem ég hef verið að gera undanfarið.
Þetta sjal er úr bókinni "Prjónaperlur". Það er kallað sumarskakki og er prjónað úr eingirnisafgöngum. Svo gerði ég þessa húfu. Ég sá hana á síðunni hjá Strikkemor(o), þar sem hún sagðist hafa notað Perfect garn frá Sandnes.
Ég á töluvert af því garni, og gerði mér eina svarta. Þetta er mjög góð húfuuppskrift, og gaman að prjóna hana.
Uppskriftin er á Ravelry.