Fyrr í haust prjónaði ég þessa lambhúshettu á sjálfa mig. Ég notaði kambgarn og mohair, einn þráð af hvoru.
Uppskriftin er úr Lopa 32, og er þar prjónað úr léttlopa. Prjónafestan reyndist sú sama hjá mér og þeirri sem gefin er upp í bókinni.
Fyrr í haust prjónaði ég þessa lambhúshettu á sjálfa mig. Ég notaði kambgarn og mohair, einn þráð af hvoru.
Uppskriftin er úr Lopa 32, og er þar prjónað úr léttlopa. Prjónafestan reyndist sú sama hjá mér og þeirri sem gefin er upp í bókinni.
Undanfarið hef ég verið að prjóna jólakúlur upp úr bók þeirra Arne og Carlos, Julekuler. Ég pantaði mér hana á ensku í byrjun árs, en var ekkert farin að prjóna upp úr henni þar til nú.
Og þegar maður er byrjaður er ekki hægt að hætta. Ég er búin að prjóna allar 55 uppskriftirnar, og gerði tvær aukalega af einni þeirra. Ég set ekki lykkju í þær strax, mér finnst fallegt að láta þær liggja nokkrar saman í skál eða körfu o.s.frv. Ég notaði kambgarn og prjóna nr. 3, og fyllti þær með ullarkembu eins og höfundarnir mæla með.
Rúsínan í pylsuendanum er svo sú að mér gafst tækifæri til að hlusta á fyrirlestur þeirra í Norræna húsinu fyrir rúmri viku, þar sem þeir voru hér á landi til að fylgja eftir íslenskri þýðingu á bókinni. Ég keypti íslensku bókina þótt ég ætti hana á ensku, og fékk áritun hjá þeim á báðar bækurnar.
Þennan kjól saumaði ég mér í vetrarfríinu fyrir skömmu. Ég er kjólakona, og er yfirleitt ánægðust með þá sem ég sauma sjálf, en sparikjóla kaupi ég nú samt. Efnið er keypt í Handalín, og sniðið er frá Onion, númer 2035.