sunnudagur, 29. maí 2016

Trultemor-buksedress

 

Þessar smekkbuxur prjónaði ég á ömmustelpurnar mínar. Stærðin er á eins árs.

Uppskriftin er úr norsku bókinni Klompelompe, sem ég eignaðist í vetur og er búin að prjóna nokkrar flíkur upp úr.

Garnið er frá Drops, keypt í Gallerý Spuna. Bleiku buxurnar eru úr Drops Belle, og þær bláu úr Drops Cotton Merino.