sunnudagur, 24. mars 2019

Fiðrildi og fugl


Ég er smám saman að prófa munstrin í útsaumsvélinni.
Ég læri af því, og núna lærði ég til dæmis að halda áfram eftir að tvinninn slitnaði án þess að ég tæki eftir því strax.  Þá þarf að bakka með sporin, og byrja aftur á réttum stað.  

Ytra byrðið er afgangur af gardínum sem voru hér í húsinu þegar við keyptum það. Ég var áður búin að sauma fjóra innkaupapoka úr þeim, og þetta var pínulítill afgangur.  Að innan er vattstungið bómullarefni.
Og að sjálfsögðu hefur þessi taska fengið hlutverk.
+


föstudagur, 22. mars 2019

Bróðir minn Ljónshjarta


Eina ömmustelpuna vantaði nýja leikskólapeysu.
Hún þolir ekkert sem stingur, og ég hef áður prjónað á hana eins peysu, sem hún vildi vera í, svo mamman bað bara um sams konar peysu aftur, bara stærri og í öðrum lit.

Uppskriftin er úr Leikskólafötum.
Stærðin er á 3-4 ára og garnið er Geilsk Tweed úr Litlu prjónabúðinni. Hvíta garnið er reyndar frá Jamieson &Smith, vantaði svo lítið og alveg hvítt.

fimmtudagur, 14. mars 2019

Lítill burðarpoki


Ég fann smábút af gömlu denim efni í kassa hjá mér, og langaði svo að prófa að sauma í það með Pfaff útsaumsvélinni minni.
 

Ég valdi þessi tvö munstur sem eru jafn stór, og notaði sömu liti í bæði.
 

Saumaði svo tösku, sem hefur nú það hlutverk að bera bækur á milli heimilis og bókasafns.

mánudagur, 11. mars 2019

Annar leikskólakjóll


Ég átti þetta rósótta jerseyefni, keypti það í Saumu til að nota í dúkkuföt.
Annarri tengdadótturinni langaði svo í kjól úr því á dóttur sína, svo amma saumaði auðvitað kjól.
Einlita efnið er úr Föndru.
Hann var nú svo sem ekki alveg nógu bleikur fyrir þá litlu, en hún notar hann samt..
Sniðið er Onion 20047, stærðin á 4 ára.