sunnudagur, 10. maí 2020

Billebælue


Þá er litli ömmustrákurinn búinn að fá sína kanínulambhúshettu eins og ömmustelpurnar.
Uppskriftin er í Klompelompe strikk året rundt og heitir Billebælue.
Stærðin er á 1-2 ára, og ég prjónaði úr Klompelompes merino ull og tynn merino ull.

sunnudagur, 3. maí 2020

Prjónaðir bangsar og svefnpokar


Í þessum faraldri, sem nú geisar, hef ég ekki séð barnabörnin í tvo mánuði.
Hugsa samt stanslaust um þau og finnst það næstum óbærilegt að sjá þau ekki nema á skjánum.


Þess vegna reyni ég að finna leiðir til að gleðja þau.
Þannig urðu þessir bangsar til.
Uppskriftin er af síðu Sjúkrabílabangsa á fb.
Ég notaði afganga af Drops merino extra fine að mestu og prjóna nr. 4.


Svo kíkti ég á Pinterst og fékk þar hugmyndina af svefnpokunum.
Mældi og sneið eftir stærð bangsanna.
Efnin i þeim eru öll frá Panduro.
Þeir eru saumaðir með vatti og stungnir, og tróð í koddum.


Svo útbjó ég pakka og hengdi á útihurðir á heimilum þeirra.