Þetta verður jólavesti á litla 15 mánaða ömmustrákinn minn.
Fyrst gerði ég stærð á 12-18 mánaða en það varð alltof lítið á alla kanta. Sennilega hef ég prjónað það of fast, mér hættir til þess. Svo ég prjónaði annað, þetta á myndinni, og notaði stærð á tveggja ára og prjónaði lausar, á alveg von á að þetta smellpassi. Verður fínt með hvítri skyrtu og slaufu.
Ég var svo heppin að eignast lítinn frænda fyrir nokkrum dögum og ætla að klára minna vestið fyrir hann.
Ég notaði tvær dokkur af Drops baby merino.
Uppskriftin er frá Garnstudio.com.