þriðjudagur, 30. ágúst 2022
Pennaveski
þriðjudagur, 23. ágúst 2022
Teppi heklað úr afgöngum
Garnið er sem sagt Drops merino extra fine að mestu leyti, ég hreinsaði líka upp smávegis af svipuðum grófleika af öðru garni og heklaði á heklunál nr. 4. Í kantinn notaði ég hins vegar alls konar baby garn og var þá með heklunál nr. 3. Teppið vegur 884 grömm sem samsvarar tæpum átján 50 gramma dokkum. Ég náði að hafa það ferning, ca.1,20 x 1,20.
P.s. Það er strax farið að safnast fyrir aftur af Drops merino extra fine afgöngum.
þriðjudagur, 16. ágúst 2022
Aðalvík nr. 2
Fyrr í sumar prjónaði ég peysuna Aðalvík á yngsta barnabarnið og er færsla um það neðar á síðunni.
Þessa gerði ég svo á systur hans sem er nýorðin 7 ára. Hún valdi litinn sjálf, vínrauðan, og er hann töluvert dekkri en myndirnar sýna, kom svona skær út í dagsbirtunni. Er mjög fínn á henni.
Ég prjónaði stærð á 6-8 ára, hún er fallega síð á henni og passar vel.
Garnið er Drops merino extra fine, keypt i Gallery Spuna í Hamraborg. Prjónastærðin er 3,5 og 4, og uppskriftin að sjálfsögðu frá Ömmu Loppu.