Ég datt aftur í vettlingaprjón og prjónaði tvö pör af Erlu úr bókinni Íslenskir vettlingar. Þetta er eina vettlingauppskriftin sem ég nenni að prjóna, alla vega um stundarsakir. Uppskriftin er vel gerð og vettlingarnir fara svo vel á hendi. Ég er með nokkur pör í gangi núna í ýmsum litum og þeir halda ágætlega hita á höndum í kuldanum.
Garnið er eins og oftast áður Flóra frá Drops og prjónastærðin er 2,0.