sunnudagur, 25. janúar 2009

Saumaherbergið

Síðunni minni hef ég gefið nafnið Saumaherbergið, og er því við hæfi að fyrsta myndin sé tekin þar. Hér er ég að stinga teppi, sem kallað er "Red Sky at Night" og er úr júlí/ágúst 2007 hefti af blaðinu "Fons and Porters Love of Quilting". Þessa æðislegu saumavél keypti ég í byrjun árs, og er þetta það fyrsta, sem ég vann í henni. Áður saumaði ég teppið saman með gömlu vélinni minni, sem er Husqvarna Lily 545, sem reyndist mér mjög vel. En þessi langi armur, þráðklippur, handfrjáls upplyfting á fæti ofl. og fl. á þessari nýju vél gerði útslagið. Vélin heitir Pfaff quilt expression 4.0.

1 ummæli:

  1. Til hamingju með síðuna!!!! Ég verð sko daglegur gestur:) Bestu kveðjur, Anna Björg.
    PS Næst verður það face book.

    SvaraEyða