sunnudagur, 8. febrúar 2009

Borðmottur

Þá er ég búin með borðmotturnar. Ég hannaði þær alfarið í EQ6. Blómið er saumað með pappírssaumi.
Ég þurfti auðvitað að stinga þær með mismunandi sporum úr nýju saumavélinni, úr nógu var að velja, en er samt að velta því fyrir mér hvort ég eigi að stinga ljósu fletina eitthvað meira. Ég keypti tvo nýja saumavélafætur nýlega. Annan þeirra notaði ég til að stinga í saumfarið innan við bláa rammann, og er fóturinn með járni í miðjunni sem stýrir alveg nálinni, þannig að þetta verður lauflétt. Sýni mynd af fætinum seinna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli