sunnudagur, 1. mars 2009

Buckeye Beauty komið upp á vegg

Þá er "Buckeye Beauty" komið upp á vegg.


Helgin hefur farið í að ljúka við að stinga það.

Ég hef sjaldan stungið teppi svona mikið í vél, en ég er um leið að æfa mig í því. Ég hef notað ýmsar aðferðir í þessu teppi. Ég hef stungið gegnum pappír, stungið meðfram kanti með fætinum góða, gert skapalón og strikað í kringum þau með bleki, sem hverfur eftir dálítinn tíma, og svo notaði ég bútasaumsspor úr saumavélinni til að stinga mjóa rammann. Síðast en ekki síst notaði ég svo krákustíg.



Litirnir í teppinu eru ekki þeir litir sem ég er vön að velja, heldur keypti ég óséðan pakka með 50 stykkjum af 5 tommu bútum af einlitum efnum frá Thimbleberries.


Þess vegna er svo gaman að hengja það upp og sjá hvernig þessir litir virka á heimilinu.









3 ummæli:

  1. Rosalega kemur þetta vel út, þú ert snillingur. Hvað svo næst?
    Anna Björg með minnimáttarkennd.

    SvaraEyða
  2. Mikið er teppið fallegt Hellen. Skemmtilegt að sjá allta þessa liti mynda skemmtilega heild. Frábært!

    SvaraEyða
  3. Så nydelig den er! Flott quilting også.

    SvaraEyða