fimmtudagur, 4. júní 2009

Hin taskan

Nú ætla ég að sýna tösku, sem ég saumaði í jólafríinu árið 2007.
Hún er saumuð með svokallaðri "japansk bretteteknik" eða japanskri brotaðferð. Þegar ég sá þessa uppskrift á netinu varð ég að sauma eftir henni. Ljósa efnið er hör, en það bláa er batiklitað bómullarefni. Taskan er alfarið handsaumuð, nema ég festi böndin á töskuna í saumavél. Taskan er í stöðugri notkun, því ég nota hana undir sunddótið mitt. Ekki þarf að fóðra töskuna, því allur frágangur gerist um leið og hver bútur er tilbúinn. Hér er uppskriftin.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli