
Í dag, þegar við hjónin komum heim úr jarðarför sr. Halldórs S. Gröndal, sem gifti okkur og skírði eldri son okkar, þá beið mín pakki frá Noregi! Hann var frá Oddbjörg, sem er með bloggsíðuna
My Creative Corner. Hún saumaði svo falleg veski um daginn, og ég kommenteraði og sagðist ætla að sauma svona sjálf þótt ég ætti reyndar ekki munstur. Stuttu seinna sendi Oddbjörg mér póst og vildi kaupa svona munstur fyrir mig og gefa mér! Ég gat ekki annað en þegið það, því mig langaði svo í þetta, og nú er það komið! Frábær kona!!
Oddbjörg, du var den förste norske blogger som kommenterte pa min blog, og dette er ogsa förste gang jeg far en gave via bloggen! TUSEN TAKK!!

Svo kom fallegt kort með.