fimmtudagur, 10. september 2009

Sýna og segja frá

Þessi mynd átti að fylgja síðusu færslu. Þetta eru pokar, sem ég saumaði í haust til að nota í kennslunni. Oft langar börn til að koma með ýmislegt í skólann til að sýna öðrum, en ef það er ekki beinlínis á dagskrá, getur verið erfitt að koma því við. Þess vegna fá þau nú að fara heim með pokann yfir helgi, tvö börn í einu, og finna eitthvað sem passar í pokann, þ.e. það má ekki vera stærra en pokinn, og á mánudegi fá þau að sýna og segja frá því, sem þau langaði til að koma með. Hugmyndin er auðvitað fengin frá Önnu Björgu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli