laugardagur, 31. október 2009

Handtak

Ég held áfram að prjóna úr afgöngunum mínum af léttlopanum.
Þessi uppskrift er í Lopa 29 og heitir "Handtak". Í handavinnuumræðunni á Barnalandi hef ég séð að hjá nokkrum konum, sem hafa prjónað þessa vettlinga, hafa þeir orðið of stórir, en mínir smellpössuðu, og er ég þó frekar handnett. Ég prjónaði vettlingana fyrir þremur vikum, en nennti aldrei að ganga frá þeim. Skýringuna er að finna á myndinni hér að ofan, en þegar ég var búin að festa alla enda, reyndust þeir vera 98 talsins!

6 ummæli:

  1. Mjög fallegir vettlingar og litunum er fallega raðað saman.

    SvaraEyða
  2. Fallegir vetlingar og smekkleg litasamsetning Hellen eins við var að búast af þér.
    Kveðja frá Flúðum

    SvaraEyða
  3. Sæl vertu Hellen!

    Ég er 23 ára Vesturbæjarmær og datt inn á bloggið þitt fyrir tilviljun. Ofboðslega er þetta allt fínt hjá þér! Sjálf er ég tiltölulega nýfarin að prjóna af alvöru og í haust skilaði ég af mér fyrsta stóra verkefninu: Peysunni "Riddara" úr Lopa 28 sem ég prjónaði á kærastann.

    Ég kem til með að kíkja reglulega hér inn í framtíðinni!

    Kveðja,
    Gyða

    SvaraEyða
  4. Púff, eins og vettlingarnir eru fallegir hefur verið hræðilegt að ganga frá öllum þessum endum. Ég hef nú stolist til að þæfa endana bara í vettlingum fyrir mig (hlýrra), en gengið frá þegar ég var að prjóna á strákana mína.

    Kv. Guðrún Lilja, hin afasystir Úlfhildar Sjafnar

    SvaraEyða
  5. Mér finnst allt sem þú ert að gera mjög fallegt og vettlingarnir eru æðislegir en ég skil þig vel með fjárans endana alla...kemur fyrir á bestu bæjum ...eins er með að klára peysur maður nennir stundum ekki að klára seinni ermina.
    Gangi þér allt í haginn
    kv. Villa

    SvaraEyða
  6. Mikið eru þetta fallegir vettlingar. Næst hefurðu spottana og réttunni og lætur þá standa út í loftið. Segir svo fólki að þetta séu "design" vettlingar.

    SvaraEyða