sunnudagur, 20. desember 2009

Heklaðar stjörnur

Þessar stjörnur heklaði ég fyrir jólin í fyrra, en nennti aldrei að ganga frá endunum. Ég heklaði milli 30 og 40 stykki. Uppskriftin er úr Hendes Verden nr. 37 2008. Þessi hjörtu gerði ég líka. Þau eru hekluð eftir uppskrift á Garnstudio.com. Núna dreif ég mig í að ganga frá endunum, og stífaði síðan allt í sykurvatni, 2 hlutum vatns á móti einum af sykri, og strekkti þær létt á einangrunarplasti með títuprjónum. Meiningin er að strá þeim yfir borðdúka og gluggakistur, og kannski eitthvað fleira. Ég hef séð svipaðar stjörnur á Garnstudio.com.

2 ummæli:

  1. Så fine hjerter og stjerner du har heklet! Det blir koselig å pynte med disse til jul!

    SvaraEyða
  2. Ofboðslega er þetta fallegt jólaskraut hjá þér.
    Gleðileg jól og ég hlakka til að fylgjast með þér og fallega handverkinu þínu á nýju ári.
    Kveðja Ásta :)

    SvaraEyða