mánudagur, 3. maí 2010

Skærapokar

Þessa skærapoka saumaði ég fyrir nokkrum dögum.
Þeir eru mjög einfaldir í gerð. Tvö efni í stærðinni A4 eru lögð saman með vatt á milli, og skáband saumað í kring. Síðan er brotið eins og myndin sýnir og jaðrar á hliðum saumaðir saman í höndum.
Svo er botninn brotinn upp og saumaður fastur með flottri tölu. Auðvitað má geyma fleira, sem passar í, t.d. gleraugu, skurðarhníf o.fl.
Hugmyndina að þessum pokum fékk ég á bútasaumssýningu Skraddaralúsa í Hvalfjarðarsveit á sumardaginn fyrsta. Þangað mættum við Anna Björg snemma dags ásamt elskulegum eiginmönnum okkar, og betri sumarbyrjun er ekki hægt að hugsa sér. Sýningin var mjög skemmtileg og hafi þær þakkir fyrir framtakið.

2 ummæli:

  1. Hönnunin á skærapokunum er svo einföld að hún er stórgáfuleg.

    SvaraEyða
  2. Enn sniðugt og góð lausn fyrir þá sem alltaf eru að leita að skærunum sínum :)
    Kveðja, Ásta.

    SvaraEyða