sunnudagur, 20. júní 2010

Mussa

Þessa mussu saumaði ég í vikunni sem leið. Er þetta annars kallað mussa? Norðmenn kalla svona flík "en overdel" eða "en tunika", og mér finnst þetta frekar vera skyrta. Jæja, skiptir ekki máli, sniðið er úr norska blaðinu Ingelise's symagasin og efnið keypti ég í Handalín, nýju góðu búðinni á Vitastígnum. Það er úr viskósa, og skreið bókastaflega um allt á meðan ég var að sníða. En þetta tókst fyrir rest.

2 ummæli:

  1. Så fin tunika du har sytt! Löparen här tidigare är ju riktigt vacker!
    Ha en fin dag!

    SvaraEyða
  2. Falleg mussa Hellen. Nú fæ ég samviskubit horfi á öll hálfkláruðu verkefnin og garðinn minn til skiptis og geri bara nákvæmlega ekki neitt:-/ Nú verð ég að fara að bretta upp ermar og gera eitthvað. Hlakka til að sjá þig í mussunni. Kveðja til þín.

    SvaraEyða