mánudagur, 7. júní 2010

Teppi úr kambgarni

Þetta teppi lauk ég við fyrir 2-3 vikum. Ég á töluvert af kambgarni síðan ég saumaði út með því fyrir nokkrum árum. Þá gerði ég litla riddarateppið og sófapúða og fleira, en þurfti lítið af hverjum lit.
Svo sá ég á netinu þessa uppskrift, og langaði til að prófa hana. Uppskriftin er fyrir ungbarnateppi, en ég hafði það stærra.
Ég notaði ekki alla litina sem ég átti. Appelsínugult t.d. get ég varla notað í neitt! En... þetta var sem sagt útkoman. Það eru notaðir mun grófari prjónar en gefið er upp fyrir garnið, og því verður teppið svo blúndukennt.

6 ummæli:

  1. Hellen þetta teppi er nú bara æði.
    Ég var óskaplegur aðdáandi kambgarns hér í gamla daga. Ég á meira að segja nokkur sjöl sem ég prjónaði úr því hér í denn. Fannst alltaf leiðinlegt þegar hætt var að framleiða það.
    En eins og ég sagði þá er teppið þitt algjört æði.
    Kveðja Ásta.

    SvaraEyða
  2. Vá hvað þetta er fallegt! Hlakka til að sjá þetta með eigin augum :)

    SvaraEyða
  3. hei
    Tusen takk for besøk i bloggen min og hyggelig kommentar. Veldig hyggelig og inspirerende.

    SvaraEyða
  4. Kjempeflott lureteppe du har strikket. Det ser så vanskelig ut med sånn bølgestrikk, det har jeg aldri prøvd.

    SvaraEyða
  5. Så vackert täcke du har stickat!
    Ha en fin helg!

    SvaraEyða