Mig langaði að gera jólalegar borðmottur í eldhúsið, og hafði lengi hugsað mér að nota þetta munstur, sem heitir "Lover´s Knot". Motturnar eru í gömlu, íslensku bútasaumsblaði.
föstudagur, 29. október 2010
sunnudagur, 24. október 2010
Ný Helga
Nú er ég búin að prjóna aðra "Helgu", en ég prjónaði bláa í fyrra.
Hún varð of stór, svo ég prjónaði minni stærðina núna, og nú er hún fín. Ég notaði tvöfaldan plötulopa. Mér finnst mjög gott að hafa háan kraga á lopapeysum, því þá hneppi ég bara kragann í stað þess að nota trefil ef ég er úti í peysunni í kulda.
Tölurnar keypti ég í Gallerí Söru. Undanfarið hef ég bara keypt skelplötutölur í peysur sem ég hef prjónað. Þær eru bæði léttar, hlutlausar og smart!
Uppskriftin er hér.
P.s. Varðandi uppskrift af vagnhosum, sem tvær konur hafa spurt mig um: Ég kann ekki við að birta hana nema að fá leyfi hjá þeirri sem gaf mér hana, og ætla að reyna að hafa samband við hana og sjá hvað hún segir.