föstudagur, 29. október 2010

Borðmottur fyrir aðventuna

Mig langaði að gera jólalegar borðmottur í eldhúsið, og hafði lengi hugsað mér að nota þetta munstur, sem heitir "Lover´s Knot". Motturnar eru í gömlu, íslensku bútasaumsblaði.
Ég notað EQ7 forritið til að teikna blokkirnar upp og reikna út skurðarbreiddina á efninu, til að fá passlega stærð á motturnar fyrir minn smekk.
Svo stakk ég í saumförin í saumavélinni með mislitum Sulky útsaumstvinna.

sunnudagur, 24. október 2010

Ný Helga

Nú er ég búin að prjóna aðra "Helgu", en ég prjónaði bláa í fyrra.
Hún varð of stór, svo ég prjónaði minni stærðina núna, og nú er hún fín. Ég notaði tvöfaldan plötulopa. Mér finnst mjög gott að hafa háan kraga á lopapeysum, því þá hneppi ég bara kragann í stað þess að nota trefil ef ég er úti í peysunni í kulda.
Tölurnar keypti ég í Gallerí Söru. Undanfarið hef ég bara keypt skelplötutölur í peysur sem ég hef prjónað. Þær eru bæði léttar, hlutlausar og smart! Uppskriftin er hér. P.s. Varðandi uppskrift af vagnhosum, sem tvær konur hafa spurt mig um: Ég kann ekki við að birta hana nema að fá leyfi hjá þeirri sem gaf mér hana, og ætla að reyna að hafa samband við hana og sjá hvað hún segir.

miðvikudagur, 20. október 2010

Vagnhosur

Fyrir tveimur árum sendi hún María í Keflavík mér uppskrift af vagnhosum, sem hún sagðist hafa prjónað mikið af.

Hún sendi mér líka sýnishorn, og nú er ég búin að prófa að prjóna hosur, og get varla hætt.

Ég prjóna úr tvöföldum plötulopa á prjóna no. 4,5.

 

laugardagur, 16. október 2010

Lopavettlingar

Lopinn í körfunni inni í stofu æpti á mig, svo ég bjó til úr honum vettlinga.
Ég notaði tvöfaldan plötulopa.
Uppskriftirnar eru úr bókinni góðu Vettlingar og fleira eftir Kristínu Harðardóttur.

föstudagur, 1. október 2010

Lundi

Þá er lundinn minn loksins kominn í mynd.
Ég fann hann í EQ forritinu mínu og gerði svo rammann sjálf. Myndin er 34x34 sm að stærð.
Ég valdi efnin þannig að þau minntu á umhverfi lundans, þ.e. hafið og himininn, klettana og grasið. Sum efnin keypti ég á Akureyri í fyrra til að nota í myndina.