miðvikudagur, 2. mars 2011

Sokkar, sokkar.......

Ég er alltaf með eitthvað á prjónunum, og ef það er ekkert sérstakt sem liggur fyrir, þá dýfi ég hendinni bara ofan í garnpokann og prjóna úr afgöngum. Þessir sokkar hér að ofan eru prjónaðir eftir uppáhalds sokkauppskriftinni minni, sem ég fann í Hug og hönd frá 2008. Þeir eru á 2 og 4 ára.

Þarna var ég að prófa stundaglashæl með garðaprjóni úr bókinni hennar Kristínar Harðardóttur, sem heitir Sokkar og fleira. Þessir eru á 2 ára.
Align Center

Svo prjónaði ég sokka á sjálfa mig, og þeir eru með stundaglashæl, og eru úr sömu bók. Allir sokkarnir eru úr léttlopa.

 

2 ummæli:

  1. you have been busy- the socks are all so wonderful, so colorful and look so nice and warm.
    Karen
    http://karensquilting.com/blog/

    SvaraEyða
  2. Så söta sockor i glada färger!
    Ha en bra dag!

    SvaraEyða