föstudagur, 29. apríl 2011

Rósótt

Ég keypti pakka af efnum, skornum í 5" ferninga, í Quiltkörfunni, daginn sem búðin opnaði. Þetta voru eingöngu rósótt efni, og valin af handahófi, svokallaður "charm pack".
Það var töluverð áskorun að finna verkefni þar sem ég gæti notað þessi efni eingöngu. Svo fékk ég hugmynd þegar ég sá teppi á Keepsake Quilting. Ég flokkaði þau eftir litastyrk, í ljós, meðaldökk og dökk.
Meðaldökku efnin notaði ég óbreytt að stærð í miðjuna, ljósu efnin skar ég í 4 ferninga hvern bút og notaði í hornin, og svo skar ég dökka búta í tvennt til að nota í "sashing" (veit einhver um íslenskt orð yfir þetta?).
Miðjubútana stakk ég í gegnum pappír.
Ég gataði pappírinn með saumavélinni, nokkur stykki í einu, og þá var mjög fljótlegt að búa til 16 stykki.
Og munstrið til að stinga eftir fann ég að sjálfsögðu í EQ7.

1 ummæli:

  1. Virkilega flott, gaman að sjá hvernig þínar rósir koma út, ég keypti nefnilega alveg eins pakka hjá henni Olgu :) Mér finnst líka svo gaman að skoða stungurnar hjá þér þú ert svo dugleg að finna ný munstur. Síjú!!

    SvaraEyða