sunnudagur, 14. ágúst 2011

Motta undir rokkinn

Fyrr í sumar var ég svo heppin að fá rokkinn hennar ömmu til eignar, en móðursystir mín hafði varðveitt hann. Amma var fædd árið 1899, og fékk rokkinn 15 ára gömul og spann á hann alla sína ævi. Hann er nettari en margir rokkar.
Ég heklaði mottu undir hann eins og ég sá undir rokkunum á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi í sumar. Uppskriftina fann ég í eldgömlu, sænsku heklublaði, Marks, en við mamma söfnuðum þeim hér áður fyrr og hekluðum í gríð og erg.

Hlaupastelpan á rokknum var týnd, en hún kemur ábyggilega í leitirnar síðar. Ég fékk hins vegar rokkasmið í Grafarvoginum, sem þær hjá Heimilisiðnarðarfélaginu bentu mér á, til að smíða nýja hlaupastelpu, og tókst það svona vel.
Svo fylgdi snældustokkurinn með, en ég á eftir að setja á hann hnykla.
Hér eru myndir af rokkunum frá Blönduósi,
og þar fékk ég hugmyndina að mottunni. Hún er hekluð úr léttlopa.

3 ummæli:

  1. Så vacker matta du gjort och spinnrocken var verkligen annorlunda än de som vi har här!
    Kram!

    SvaraEyða
  2. Hvilken flott rokk du har arvet! Det må være koselig å ha en rokk som du kjenner historien til.
    Matten du har heklet er kjempe fin og passer perfekt til en rokk som har vært i bruk i mange år. Ønsker deg en riktig fin uke!

    SvaraEyða
  3. Yndislegur Rokkur og falleg saga. Flott mottan sem þú heklaðir undir hann, alveg í stíl við hann líka :)

    SvaraEyða