föstudagur, 26. ágúst 2011

Skólataska

Mig bráðvantaði tuðru til að hafa með í vinnuna fyrir nestið, pappíra og prjónana (þeir eru nauðsynlegir á löngum fundum og námskeiðum - skerpa athyglina). Ég fann ekkert sem mér líkaði, og þá var ekki annað í boði en að sauma hana sjálf.
Ég átti efni með gamaldags skólamyndum sem ég keypti fyrir 12-14 árum í Glugghúsi í Hafnarfirði, en vissi aldrei hvað ég átti að gera við það. Ég tók það fram í gær og saumaði þessa tösku, og fór með hana í vinnuna í morgun - og er ánægð með útkomuna.
Ég er svakalega veik fyrir svona panelum, og þetta efni með saumavélunum keypti ég í Virku fyrir stuttu, og er búin að plana veggteppi með myndunum. Ég er líka svo hrifin af saumavélamótívinu sem slíku.
Svo kom ekkert annað til greina en að kaupa þetta í Quiltkörfunni í vetur, en hvað ætti ég að gera úr því? Mér dettur eitthvað í hug þótt síðar verði.
Mér finnst bara gaman að taka þetta efni upp og skoða það af og til.
Svo stóðst ég ekki mátið og keypti þetta jólaveggteppi í Bót á Selfossi í sumar. Mér finnst það bara svo fallegt, og hlakka til að búa til ramma og fá svo að stinga það af hjartans lyst.

3 ummæli:

  1. Så mange fine paneler! Kjempeartig det med symaskinene på! Juleteppet er helt nydelig med så søte motiver. Flott skoleveske også!

    SvaraEyða
  2. Hi! You have found very nice fabrics! The quilts are also lovely! Have a nice day!

    SvaraEyða