mánudagur, 30. júlí 2012

Sokkar á afrískar tær


Þessir sokkar hafa verið sumarprjónaskapurinn minn þetta árið. Tilefnið er það að hópur Íslendinga rekur barnaheimili fyrir börn í Afríku á aldrinum 6 mánaða til 6 ára. Ég þekki eina í hópnum, og ætlar hún að heimsækja heimilið í haust og langar að hafa með sér sokka, því þarna verður gjarnan kalt á nóttunni.

Mig langaði að taka þátt í þessu verkefni og prjónaði 21 par, þrjár stærðir, sjö pör af hverri stærð, frá 6 mánaða til 2 ára. Ég notaði ungbarnagarn af ýmsum sortum, og uppskriftin er á garnstudio.com.

 

7 ummæli:

  1. Þú ert svo dugleg Hellen mín, þetta æðislega flottir sokkar. :)

    SvaraEyða
  2. Vá ekkert smá geggjað. Frábært framtak!

    SvaraEyða
  3. Sæl, er hægt að komast í samband við þessa konu?? Ég er einmitt að prjóna sokka þessa dagana úr sokkagarni (er aðeins að taka til á lagernum) og væri sko alveg til í að láta gott af mér leiða. Mailinn minn er berglindhaf@yahoo.com ertu til i að senda mér línu?

    SvaraEyða
  4. SÅ flott eit tiltak! Du har gjort ein kjempejobb, og eg er sikker på at desse fargerike sokkane vil gi både glede og varme til dei som får dei!

    SvaraEyða
  5. Vá, hvað þetta eru fallegir og girnilegir sokkar!

    SvaraEyða
  6. Hellen þú ert nú ein yndislegasta manneskja sem ég þekki.
    Kveðja, Ásta.

    SvaraEyða