mánudagur, 9. september 2013

Mr.Greenjeans - prjónuð úr uppraki

Ég rakst á þessa peysu á netinu, og varð að prjóna hana.

Uppskriftin er á Ravelry og heitir Mr.Greenjeans. Ef þetta nafn er slegið inn koma upp alls konar útgáfur af henni. Ég vildi helst hafa eitthvað annað en ull í henni, og mundi þá eftir peysu sem ég nota aldrei, og ákvað að rekja hana upp og nota garnið. Það er frá Dalegarn og er blanda úr bómull, hör og silki.

Tölurnar keypti ég hjá Heimilisiðnaðarfélaginu, en þær eru úr endurunnu efni.

Ég valdi að hafa peysuna hneppta alveg niður en uppskriftin gerir ráð fyrir einni tölu.

Þetta er peysan sem ég rakti upp.

 

4 ummæli:

  1. Oj vad du är flitig med stickorna. Vore härligt om man fick till en hel tröja. Alldeles vacker är den också. Den skulle passa min smak. Här har vi solsken och nästan sommarvärme. I går var det 22+ men lite svalare i dag.
    Ha en bra dag.

    SvaraEyða
  2. Æðislega falleg peysa hjá þér og dugnaðurinn að rekja upp og gera nýja finnst það bara snilld. Verð alltaf jafn uppnumin af innblæstri þegar ég kíkka hér inn.

    SvaraEyða