Um helgina saumaði ég þessa eldhúsmynd. Sniðið er úr bókinni Bútasaumur í rauðu og hvítu.
Mig hefur alltaf langað til að prófa að sauma svona mynd út í saumavélinni, og það tókst svona vel. Ég notaði grófan tvinna, 30 wt., sem ég keypti í Pfaff. Sporið sem ég notaði er styrktur, beinn saumur, þannig að vélin leggur tvinnan þrisvar í sporið.
Svo notaði ég tvö, flott bútasaumsspor úr vélinni minni til að stinga.