Heildartala yfir síðuflettingar

mánudagur, 24. mars 2014

Eldhúshani

 

Um helgina saumaði ég þessa eldhúsmynd. Sniðið er úr bókinni Bútasaumur í rauðu og hvítu.

Mig hefur alltaf langað til að prófa að sauma svona mynd út í saumavélinni, og það tókst svona vel. Ég notaði grófan tvinna, 30 wt., sem ég keypti í Pfaff. Sporið sem ég notaði er styrktur, beinn saumur, þannig að vélin leggur tvinnan þrisvar í sporið.

Svo notaði ég tvö, flott bútasaumsspor úr vélinni minni til að stinga.

 

föstudagur, 21. mars 2014

Sewing Room Sue

Þessi litla veggmynd er úr bókinni Needles and Notions eftir Jaynette Huff. Það er sama bókin og ég gerði þetta teppi upp úr.

Saumað með pappírssaumi, að sjálfsögðu, og nú þarf ég bara að hengja það upp í saumaherberginu.

 

mánudagur, 17. mars 2014

Músabræður

 

Þá eru tveir músabræður mættir á svæðið.

Það er svo gaman að prjóna þessar fígúrur upp úr Litríkum lykkjum úr garðinum eftir Arne&Carlos.

Ég ætla hins vegar ekki að prjóna aftur svona röndótta smápeysu, ég kláraði hana á þrjóskunni.

Svo finnst mér afturendinn á þeim alveg dýrlegur.

Bestu vinir!

 

sunnudagur, 9. mars 2014

Blómabörn

Þessar tvær eru úr bókinni Litríkar lykkjur úr garðinum eftir þá Arne&Carlos. Gaman að prjóna þær.

Ég notaði alls konar afganga af ullargarni sem passar fyrir prjóna nr. 2,5, en fötin eru prjónuð á grófari prjóna, þó úr sama garni.