Gleðilega páska!
Mér veittist sá heiður að vera boðið að taka þátt í sýningu Íslenska Bútasaumsfélagsins helgina 15. - 17. mars. Þarna var fullt af flottum teppum, og margt fínt til sölu. Mér finnst alveg æðislega gaman að sjá hvað konur hér heima eru að sauma. Á myndinni stend ég við annað teppið sem ég sendi, sem ég kalla Stjörnudans.
Efst í vinstra horninu er svo hitt teppið, Sumargarður.
Þennan kraga prjónaði ég í samprjóni, KAL, sem Prjónakistan á facebook stóð fyrir. Þetta var óvissuprjón, og áttum við að nota 3 liti, en líka mátti nota allt að 16 liti og taka alltaf nýja og nýja munsturliti. Prjónaskapurinn stóð yfir í 9 daga, og fengum við uppskriftaskammtinn daglega á fb. Þetta var mjög skemmtilegt, eftirvænting á hverjum degi, og ég er mjög ánægð með kragann.
Þessi mynd er af síðu Prjónakistunnar, kraginn er hár og flottur, og liggur vel að hálsinum.