Heildartala yfir síðuflettingar

sunnudagur, 31. mars 2013

Prjónuð páskaegg eftir Arne&Carlos

 


Nú er ég búin að prjóna nokkur páskaegg eftir þá Arne&Carlos.

Ég pantaði bókina á amazon.co.uk fljótlega eftir að hún kom út. Ég er mikill aðdáandi þessara listamanna, og bækurnar þeirra eru útaf fyrir sig listaverk.

Ég dreifði kúlunum í skálar að þessu sinni, en það má líka hengja þær upp.

Gleðilega páska!

 

sunnudagur, 24. mars 2013

Bútasaumssýning í Perlunni

 

Mér veittist sá heiður að vera boðið að taka þátt í sýningu Íslenska Bútasaumsfélagsins helgina 15. - 17. mars. Þarna var fullt af flottum teppum, og margt fínt til sölu. Mér finnst alveg æðislega gaman að sjá hvað konur hér heima eru að sauma. Á myndinni stend ég við annað teppið sem ég sendi, sem ég kalla Stjörnudans.

Efst í vinstra horninu er svo hitt teppið, Sumargarður.

 

föstudagur, 22. mars 2013

Kragi

 

Þennan kraga prjónaði ég í samprjóni, KAL, sem Prjónakistan á facebook stóð fyrir. Þetta var óvissuprjón, og áttum við að nota 3 liti, en líka mátti nota allt að 16 liti og taka alltaf nýja og nýja munsturliti. Prjónaskapurinn stóð yfir í 9 daga, og fengum við uppskriftaskammtinn daglega á fb. Þetta var mjög skemmtilegt, eftirvænting á hverjum degi, og ég er mjög ánægð með kragann.

Þessi mynd er af síðu Prjónakistunnar, kraginn er hár og flottur, og liggur vel að hálsinum.