Þegar ég lagði af stað í ferðalag í sumar tók ég með mér afgangslopa, sem ég á nóg af, og uppskrift. Hún er í Fleiri prjónaperlum, og heitir Lopapeysan Elín. Peysan er prjónuð úr einföldum lopa. Í uppskriftinni er gert ráð fyrir tveimur tölum efst, en ég get hneppt minni niður. Ég valdi líka að hafa ermarnar stuttar vegna þess að ég bretti yfirleitt upp ermar, og svo entist lopinn akkúrat í peysuna eins og hún er. Hún passar vel og er mjög þægileg.
Heildartala yfir síðuflettingar
mánudagur, 26. ágúst 2013
miðvikudagur, 7. ágúst 2013
Still Light
Það eru margir mánuðir síðan ég prjónaði þessa peysu. Ég hef bara hvorki komið því í verk að nota hana eða sýna hana hér á blogginu. Garnið sem ég notaði heitir Rasmilla's yndlingsgarn 1 og fæst í garnbúð Gauju. Í því er 55% lambsull og 45% bómull. Þetta garn prjónast alveg óskaplega vel, og liggur alveg slétt í lykkjunum að loknu prjóni. Það lá við að óþarft væri að bleyta hana og leggja, en ég gerði það samt til að festa niður brotin í vösunum.
Uppskriftin heitir Still Light og fæst á Ravelry.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)