Heildartala yfir síðuflettingar

þriðjudagur, 27. ágúst 2019

Vinterkonglegenser


Leikskólapeysa á 4 ára ömmustelpu.
Uppskriftin er í Klompelompe strikk aret rundt.
 

Ég prjónaði stærð fyrir 4 ára, og passar peysan vel, aðeins rúm en ekkert meira.
Garnið er Klompelompe Tynn Merinoull, keypt í Rokku.

fimmtudagur, 22. ágúst 2019

Baby Born dúkkuföt


Hér er ég búin að prjóna dress á dúkkur ömmustelpnanna þriggja.
 

Þær verða allar að fá eins, að sjálfsögðu.
 

Uppskriftirnar eru allar úr Klompelompes sommerbarn.
Prjónaði flest úr bómullargarni, allt nema peysuna og húfuna á síðustu myndinni, þar notaði ég ullargarn.
 

Það skemmtilega er að öll fötin eru dúkkuútgáfur af barnastærðum af sömu flíkum.

miðvikudagur, 14. ágúst 2019

Borðmottur


Við notum mikið svona mottur undir allt mögulegt í eldhúsinu, bæði fyrir matardiska og ýmislegt annað.  Borðplöturnar eru úr eikarlímtré og eldhúsborðið líka, svo okkur finnst gott að hafa eitthvað undir ílátum t.d. með heitum mat.
Sniðið af þessum fékk ég í EQ8 forritinu mínu og saumaði með pappírssaum.
 

miðvikudagur, 7. ágúst 2019

Fjölnota innkaupapokar


Í vikunni fór ég upp á háaloft og fann til efni til að sauma úr fjölnota innkaupapoka.
Við notum bara svona poka núna undir matarinnkaup og fleira.
Hef líka látið börnin mín fá svona poka.
Mest eru þetta gardínuefni og svo ein svört saumuð upp úr flík.
Svona pokar eru mjög þægilegir, bara að muna að henda þeim í þvottavél öðru hverju.