Ég gríp alltaf í það öðru hverju að prjóna borðklúta, og tveir á myndinni eru heklaðir. Mér finnst gaman að prófa ný munstur, og ennþá skemmtilegra að nota þá. Ég er eingöngu með svona klúta í eldhúsinu mínu.
Ég gríp alltaf í það öðru hverju að prjóna borðklúta, og tveir á myndinni eru heklaðir. Mér finnst gaman að prófa ný munstur, og ennþá skemmtilegra að nota þá. Ég er eingöngu með svona klúta í eldhúsinu mínu.
Mig hefur lengi langað í bláa lopapeysu. Ég hef prjónað tvær þannig áður en gefið báðar. Svo rakst ég á þessa uppskrift í Stóru prjónabókinni, sem kom út fyrir jólin, og held ég sé bara ánægð með hana.
Ég notaði sérlitaðan léttlopa frá Handprjónasambandinu á Skólavörðustíg.
Bóndi minn bað mig um að sauma púða fyrir húsbílinn okkar, sem ég gerði með gleði. Snið af þessum fékk ég í æðislega fallegri bók, Country Cottage Quilting, sem vinkona mín gaf mér í fyrra. Bókin er eftir Lynnette Anderson.
Hinn púðinn er úr Simple Traditions eftir Kim Diehl, sem gefur líka út mjög fallegar bækur. Ég notaði aðferð hennar við að applíkera, en hún notar "freezer" pappír, og sikk sakkar myndirnar á með glærum tvinna. Þetta hentaði mér ágætlega, ég er aðeins að reyna að finna mína aðferð við að applíkera í vél.
Svo lokaði ég bakinu með rennilás, hef ekki gert það fyrr, en það er fín aðferð.
Og nú eru púðarnir komnir á sinn stað í húsbílnum, og bíða næstu ferðar. Nú langar mig að sauma dúk á borðið.