Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 29. maí 2019

Blómavettlingar


Uppskriftina af þessum vettlingum er ég búin að eiga í mörg ár.
Þeir eru prjónaðir úr kambgarni á prjóna nr.2.
Ég á töluvert litaúrval af kambgarnsafgöngum, svo ég þurfti bara að kaupa dökkblátt í aðallitinn.
Í staðinn fyrir að nota grænt í laufblöðin eins og ég hef oftast séð, þá notaði ég gráa liti.
Ég er frekar löt að prjóna vettlinga, en geri það samt öðru hvoru.



þriðjudagur, 21. maí 2019

Northeasterly afgangateppi

  
Ég er mikið fyrir að nýta vel afganga, og hef búið til fullt af teppum, bæði prjónuðum og saumuðum, bara úr afgöngum.
Uppskriftin að þessu fæst á Ravelry, og snilldin við hana er sú að renningarnir eru prjónaðir saman jafnóðum.


Ég notaði litla hnykla af ungbarnagarni sem höfðu safnast fyrir.  Litirnir þurfa að passa nokkkuð vel saman, það gekk ekki að hafa t.d. rautt með þessum litum.  Gæti trúað að sprengt garn  í ýmsum litum kæmi best út í þessari uppskrift.
Ég prjónaði þangað til litlu hnyklarnir voru búnir, og þetta varð svona þokkalegt dúkkuteppi.

föstudagur, 17. maí 2019

Dalía litla, samfella


Uppskriftin að þessari samfellu er í bókinni Prjónað af ást.
 

Ég prjónaði úr Klompelompe tynn merinoull, og stærðin er á 6 mánaða.
Mjög gaman að prjóna hana, og er munstrið það sama og í Dalíukjólnum. 


miðvikudagur, 15. maí 2019

Púði


Kvöld eitt, fyrir skömmu, greip ég með mér gamalt bútasaumsblað til að líta í uppi í rúmi áður en ég fór að sofa.
Þar var uppskrift að þessum púða, sem ég hafði alltaf ætlað að sauma, en var búin að gleyma.
Ég vatt mér í að byrja á honum strax næsta morgun.
Ég hef prófað ýmsar aðferðir við applíkeringu, og núna notaði ég Steam-A-Seam til að líma niður með.  Fékk það í jólagjöf um þar síðustu jól og hafði aldrei prófað að nota það.  Síðan saumaði ég niður í vél með tunguspori..

Munstrið heitir Gardening Angel Pillow, og er úr hefti sem heitir Quilts of Thimble Creek.