Heildartala yfir síðuflettingar

sunnudagur, 27. febrúar 2011

Nálapúðar

Ég er löngu búin að sauma þessa nálapúða, en átti bara eftir að setja í þá fyllingu.
Þeir eru saumaðir með fléttusaumi eða gamla krosssaumi úr kambgarni.
Ég var áður búin að blogga um þann rauða, en uppskriftin er úr 4. tölublaði Húsfreyjunnar frá árinu 2004.

þriðjudagur, 22. febrúar 2011

Renningur

Var að ljúka við að sauma þennan renning. Ég bjó hann til eftir máli í EQ7 þannig að hann passaði á gamlan tekkskenk sem við höfum undir sjónvarpinu.
Ég saumaði saman alls 16 átta tommu blokkir, 2x8 í röð, með pappírssaumi.
Þessi skenkur var á heimili mínu þegar ég var að alast upp, og mér finnst svo notalegt að vera með svona húsgögn á heimilinu sem tengjast sögu fjölskyldunnar. Við tókum bara lappirnar undan honum til að lækka hann.