Heildartala yfir síðuflettingar

mánudagur, 18. febrúar 2019

Bollamottur


 Af því ég á bara einn ramma í útsaumsvélina ennþá, þann stærsta, þá verður stundum afgangs pláss í rammanum til að bródera meira í.
Þegar ég var að applíkera í hörinn sem ég sýndi í síðustu færslu, setti ég líka þessi blóm neðst í rammann, til að nýta efnið.

Og blómin urðu að bollamottum.
Ég nota  mikið svona mottur, þær eru út um allt hús hjá mér.

þriðjudagur, 12. febrúar 2019

Applíkeruð verkefnataska


Ég er smátt og smátt að kynnast útsaumsvélinni minni, Pfaff Creative 1,5, og prófa að sauma mynstrin sem fylgja henni.
Mig langaði að prófa þessa applíkeringu, mjög gaman að sauma hana.
 

Svo reyni ég að gera eitthvað úr prufunum.
 Hér varð það verkefnataska, sem ég er búin að fylla af garni og prjónum, sem úr eiga að verða vettlingar.
Alltaf þörf fyrir svona töskur.

laugardagur, 9. febrúar 2019

Peysan Frost


Bóndann vantaði lopapeysu, "svona bílskúrspeysu".  Hann vildi hafa hana heila, svo hann væri fljótur að skella sér í hana, en hann á nokkrar hnepptar peysur, sem ég hef prjónað.

Ég notaði tvöfaldan plötulopa og prjóna nr. 5.
Uppskriftin heitir Frost og úr Lopalist.  Stærðin er medíum.

þriðjudagur, 5. febrúar 2019

Dresden Plate


Dresden Plate blokkin er ein af mínum uppáhalds.


Stærðin er 106 x 106 sentimetrar.

Ég stakk í öll saumför, og notaði skrautspor í köflótta rammann, kappmellaði blokkina á grunninn, stakk munstur eftir stiku á ysta rammann, og stakk fríhendis allt þetta ljósa. 
Epic vélin mín er frábær í fríhendisstungu.