Jæja, ég dró fram handbókina sem fylgir EQ6, fletti uppá blaðsíðu 288 og þar stóð allt sem ég þurfti að vita! Það þarf að lesa sér til um flest í þessu forriti, því það virkar ekki eins og hvert annað forrit í PC tölvu. En svona á teppið sem sagt að líta út í aðalatriðum. Litirnir eru ónákvæmir, en þó í áttina.
Heildartala yfir síðuflettingar
sunnudagur, 29. mars 2009
Stjörnuteppið - á leiðinni
föstudagur, 27. mars 2009
Kaleidoscope
Ákvað að sýna núna veggteppi sem ég gerði fyrir tæpum 4 árum. Ég teiknaði það í EQ6 og saumaði með pappírssaumi.
Það er gert úr 6" blokkum, og utan um átti að vera kantur. Þá reyndist teppið of stórt, því ég saumaði það sérstaklega á háan vegg í svefnherberginu okkar, sem þá var nýtt. Ég var búin að sauma kantinn á, en spretti honum af og lét mjóa kantinn duga.
Það er gert úr 6" blokkum, og utan um átti að vera kantur. Þá reyndist teppið of stórt, því ég saumaði það sérstaklega á háan vegg í svefnherberginu okkar, sem þá var nýtt. Ég var búin að sauma kantinn á, en spretti honum af og lét mjóa kantinn duga.
Regluleg munstur, þar sem sama munstrið þekur allan flötinn, höfða alltaf mest til mín, og svo finnst mér mest gaman af "scrappy" efnavali.
þriðjudagur, 24. mars 2009
Átta arma stjörnur
Nú er ég að sauma saman átta arma stjörnur. Þær eru 7 tommur að stærð saumaðar. Ég fann þær í EQ6 og prentaði út fyrir pappírssaum.
mánudagur, 23. mars 2009
Húfa
Þá er ég búin að prófa að nota Fabel garnið í rendur með rauðu Lanett garni. Svo prjónaði ég núna snúrurnar eins og kennt er hér. Það er mjög fljótlegt og auðvelt, og ég tek upp þessar fjórar lykkjur, sem á að fitja upp, úr húfunni sjálfri, og þá þarf ekki að sauma bandið á. Uppskriftin af húfunni er svo hér.
föstudagur, 20. mars 2009
Sætir sokkar
Ég varð að prjóna þessa sokka. Þeir eru svo pínulitlir, fyrir sex mánaða, en svo fullorðinslegir í laginu. Það er hægt að prjóna þá minni, og svo alveg upp í fjögurra ára. Þessir eru prjónaðir úr Trysil ungbarnagarni frá Europris á prjóna nr. 2,5.
Í uppskriftinni eru þeir prjónaðir úr Fabel og verða því marglitir. Hér er hægt að nálgast uppskriftina.
mánudagur, 16. mars 2009
Fitjað upp
Fyrir helgina fitjaði ég upp á peysu, því mig vantað eitthvað til að hafa á prjónunum. Þetta ætti að duga mér í nokkra daga, því ég á að prjóna 80 sentímetra slétt og brugðið á prjóna nr. 4, og það eru 162 lykkjur í umferðinni. Eins og ég er hrifin af rauðu, þá er ég afskaplega treg til að nota það í flíkur á sjálfa mig, svo nú ætla ég að ögra sjálfri mér.
sunnudagur, 15. mars 2009
Legghlífar
Þessar legghlífar var ég að ljúka við að prjóna. Ég notaði svartan léttlopa, og saumaði svo áttablaðarós í báðar á annarri hliðinni.
Uppskriftin er úr prjónablaðinu Lopi 27 frá Ístex.
fimmtudagur, 12. mars 2009
Dúkur úr prufubútum
Um tíma var ég áskrifandi að prufum af nýjum efnum hjá versluninni Bót á Selfossi. Þessar prufur urðu nokkuð drjúgar, og náði ég að gera þrjú verkefni úr þeim, þar á meðal þennan dúk.
Prufurnar urðu að 4 tommu ferningum, og enginn þeirra eins, oft sama munstur í mismunandi litum.
Prufurnar urðu að 4 tommu ferningum, og enginn þeirra eins, oft sama munstur í mismunandi litum.
þriðjudagur, 10. mars 2009
"Redwork"
Ég hef alltaf verið hrifin af svona saumi, og áður er ég gifti mig saumaði ég puntuhandklæði í eldhúsið með rauðu útsaumsgarni, fyrir 28 árum.
Þessa mynd saumaði ég um síðustu helgi. Hún er saumuð með aftursting í óbleikjað léreft, og aftan á straujaði ég fyrst flíselín. Ég nota perlugarn no. 8 til að sauma svona myndir. Oft er gert ráð fyrir að maður noti árórugarn, og það er líka ágætt, ef margir litir eru í myndinni. En mér finnst þægilegra að nota perlugarn. Mynstrið er af netinu. Svo er bara að sjá hvað ég geri við þetta. Það kemur í ljós.
sunnudagur, 8. mars 2009
Klukka
Ég er af þeirri kynslóð sem klæddist klukku þegar hún var lítil. Það var prjónaður kjóll, til að hafa innan undir kjól eða pilsi.
Ég stillti mig um að kaupa svartan léttlopa eins og ég var fyrst að hugsa um, en tók bláan í staðinn. Svart er alltaf það sem mér dettur fyrst í hug. Blúndan neðst átti líka að vera í ljósari lit, en ég ákvað að einfalda útlitið og nota aðeins þrjá liti. Uppskriftin er úr blaðinu Lopi 27, sem Ístex gefur út.
fimmtudagur, 5. mars 2009
Stjörnur
Þetta litla teppi hannaði ég sjálf fyrir daga EQ6. Þá vantaði mig mynd á mjóan vegg í forstofunni, og fann snið af pappírssaumuðum stjörnum í einhverri bók, og fann svo þríhyrningana annars staðar, og raðaði þessu saman. Svo notaði ég Thimbleberries efni í stjörnurnar. Stjörnur eru uppáhaldsmótíf hjá mér eins og húsin.
sunnudagur, 1. mars 2009
Buckeye Beauty komið upp á vegg
Helgin hefur farið í að ljúka við að stinga það.
Ég hef sjaldan stungið teppi svona mikið í vél, en ég er um leið að æfa mig í því. Ég hef notað ýmsar aðferðir í þessu teppi. Ég hef stungið gegnum pappír, stungið meðfram kanti með fætinum góða, gert skapalón og strikað í kringum þau með bleki, sem hverfur eftir dálítinn tíma, og svo notaði ég bútasaumsspor úr saumavélinni til að stinga mjóa rammann. Síðast en ekki síst notaði ég svo krákustíg.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)