Heildartala yfir síðuflettingar

mánudagur, 29. janúar 2018

Hringskeri, Dresden Plate stika og Steam-A-Seam 2


Ég fékk svo skemmtilega jólagjöf frá syni mínum og fjölskyldu hans.
Ég vissi ekki að mig vantaði þetta af því að ég vissi ekki að það væri til, en þetta er hringskeri fyrir bútasaum.
Í gegnum árin hef ég notast við mismunandi diska og dósir til að gera hringi, en þessa græju er hægt að stilla nákvæmlega fyrir rétta stærð af hring.

Svo fylgdi með stika fyrir "Dresden Plate", en það er ein af mínum uppáhalds blokkum.

Upp úr kassanum kom líka pakki af Steam-A-Seam sem alltaf kemur sér vel að eiga í applíkeringuna.
Allt var þetta pantað frá Massdrop.

Ég prófaði græjurnar strax og gerði púða. 
Hringskerinn virkaði mjög vel og ég er svakalega ánægð með hann.

mánudagur, 15. janúar 2018

Heimferðarsett


Þetta heimferðarsett prjónaði ég á lítinn pilt sem von er á í heiminn í febrúar.

Uppskriftirnar eru að mestu úr Heimferðarsettablaði Prjónajónu, en hjálmhúfan er úr Babystrikk på pinde 3.
Svo bætti ég við lestarsokkum.

Garnið er Lanett frá Sandnes, og valdi móðirin þessa fallegu liti saman.

þriðjudagur, 9. janúar 2018

Secret Path Shawl


Ég sá alveg æðislega fallegt garn í Fjarðarkaupum í vetur, og varð að kaupa það. 
Litaúrvalið var mikið, en ég valdi þessa liti að lokum. Það heitir Scheepjes Whirl, og eru um 1000 metrar í dokkunni.