Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 29. ágúst 2012

Fía

Þetta er hún Fía.

Ég er búin að sjá myndir af frænkum hennar og frændum víðs vegar á netinu.

Hún er pínu pjöttuð og er hér búin að setja á sig hálsmen og eyrnalokka.

Þetta er bókin með uppskriftinni að þessari flottu dúkku og uppskriftum af alls konar fatnaði. Ég keypti hana á amazon.co.uk, og er hún eftir þessa frábæru náunga, Arne og Carlos, sem sitja fyrir framan á bókarkápunni. Á youtube er hægt að sjá mörg skemmtileg viðtöl við þá um jólakúluprjón og dúkkurnar.

miðvikudagur, 22. ágúst 2012

Zakka pennaveski

Mig vantaði nett pennaveski fyrir vinnuna til að hafa í töskunni.

 

Uppskriftina fann ég í þessari bók, sem ég pantaði á amazon.co.uk.

Ég notaði hör og efni frá Guðrúnu Erlu.

Zakka er hugmyndafræði sem gengur út á að búa til sjálfur það sem mann vantar, og til að gefa öðrum. Í bókinni eru 25 uppskriftir frá jafnmörgum höfundum.

laugardagur, 11. ágúst 2012

Hús saumuð úr afgöngum

Hér kemur afrakstur sumarsins í bútasaumi. Ég er alltaf hrifin af húsamótífum, og hér á síðunni minni er tengill í blogg sem heitir Building Houses from Scraps. Ég hef ekki skoðað síðuna mjög nákvæmlega, en mér sýnist þetta vera hópur, þar sem allar eru að sauma hús úr afgangsbútum eingöngu, og flestar í höndum. Mér skilst, að sú sem á síðuna síðuna, selji snið.

Ég fann einhvers staðar út að þetta væru 3" blokkir, og bjó mér til snið í EQ7 og saumaði með pappírssaumi. Teppið varð ca. 20x20" að stærð.

Ég var mjög samviskusöm og notaði bara búta úr afgangakassanum mínum í húsin sjálf. Sumir eru eldgamlir, og gaman að kynnast þeim aftur.

Að lokum lét ég verða af því að merkja teppið. Ég á fullt af þessum merkimiðum úr taui, og þarf að taka skurk og merkja nokkur eldri teppi og dúka. Ég er með textann í minninu á saumavélinni, svo þetta á að vera lítið mál.