Fyrir nokkru saumaði ég öll sporin sem eru í Husqvarna Epic 980Q saumavélinni minni.
Ég hef gert þetta áður með aðrar vélar sem ég hef átt, en ekki svona skipulega.
Vélin hefur helling af saumum, og í þessu verkefni kom í ljós að ég á allt sem ég þarf til að geta saumað það sem hún býður upp á.
Svo er gott að fara í gegnum alla sauma.
Maður lærir af því, og er þá búinn að prófa allt.
Sporunum er skipt í 19 flokka í saumavélinni.
Þeir eru merktir með bókstöfum.
Ég notaði ákveðinn lit á tvinna fyrir hvern flokk, og setti bókstafinn fremstan þegar nýr flokkur byrjaði. Ég hafði alltaf flíselín undir efninu.
Þegar öll sporin voru saumuð þá saumaði ég saman tvö spjöld, þannig að til varð framhlið og bakhlið.
Hér að ofan eru spor sem gera ráð fyrir litlum steinum sem maður límir á efnið.
Keypti þá í Twill í nokkrum litum.
Svo eru pallíettuspor, vélin saumar pallíettuna á.
Lenti reyndar í vandræðum með að finna réttar pallíettur, hún tekur ekki kúptar, og ég fann hvergi annað en þannig í búðunum hér. Endaði á að kaupa sléttar á Ebay.
Ég get saumað þvottaleiðbeiningar.....
Svo er hægt að sauma í ýmsar áttir án þess að snúa efninu.
Og hér er eitt dæmi um hvað hægt er að gera, notaði grófan ullarþráð.
Hér geymi ég svo allar prufurnar.