Alltaf safnast afgangar fyrir. Það eru tvö til þrjú ár síðan ég byrjaði á þessu teppi og ætlunin var að klára sem mest af léttlopanum.
Ég notaði dómínóprjón. Hef gert það áður til að nýta afganga.
Þegar teppið var búið átti ég enn afganga, og gerði þennan bleðil, hugsaði hann sem kisuteppi eða eitthvað svoleiðis.
Að lokum prjónaði ég bara allt sem eftir var í tvo bleðla í viðbót, kannski fyrir kisur líka.
Þetta er léttlopinn sem ég á núna. Þessar dokkur eru sérlitaðar, keyptar í Handprjónasambandinu, og tímdi ég ekki að setja þær í þetta.