Þessi löber heitir "Íslenska rósin" og er sniðið eftir hana Elínu Guðjónsdóttur á Þverlæk.
Mér finnst svo frábært hvernig hún kemur íslenskum munstrum og þjóðlegum myndum inn í bútasauminn.Ég keypti sniðið í Quiltbúðinni á Akureyri í fyrra, og það eru nokkrir mánuðir síðan ég setti löberinn saman og átti í rauninni bara eftir að sauma niður kantinn og stinga. Það gerði ég milli jóla og nýárs.
Mér finnst svo frábært hvernig hún kemur íslenskum munstrum og þjóðlegum myndum inn í bútasauminn.Ég keypti sniðið í Quiltbúðinni á Akureyri í fyrra, og það eru nokkrir mánuðir síðan ég setti löberinn saman og átti í rauninni bara eftir að sauma niður kantinn og stinga. Það gerði ég milli jóla og nýárs.
Ég þurfti aðeins að velta því fyrir mér hvernig best væri að stinga, og eftir að hafa stungið í saumförin eins og venjulega varð niðurstaðan sú sem sést á myndunum.
Auðvitað freistaðist ég til að teikna rósina upp á pappír til að sauma eftir. Mér er ekki viðbjargandi þegar kemur að pappírssaum.