Heildartala yfir síðuflettingar

fimmtudagur, 30. janúar 2020

Húfan Ösp


Nú er ég búin að prjóna aðra húfu á ömmudrenginn. 
Þetta er húfan Ösp sem ég prjónaði á yngstu ömmustelpuna fyrir rúmu ári.
Ég gerði minnstu stærðina á hann.
Þessi húfa er bæði skemmtileg og fljótprjónuð.
Garnið, Drops merino extra fine, og dúskinn,  keypti ég í Gallery Spuna.
Uppskriftin er frá Knillax.

miðvikudagur, 29. janúar 2020

Hjálmhúfa


Litli ömmustrákurinn, sem er að verða fimm mánaða, stækkar hratt og allar húfur að verða of litlar.
Þessi er á sex mánaða, vona að hún sé ekki þegar of litil, en fleiri húfur eru á leiðinni.
Ég prjónaði úr afgöngum af Drops baby merino. 

laugardagur, 18. janúar 2020

Slaufur


Litla herramanninn minn vantaði slaufu, því hann verður skírður á morgun og þarf að vera fínn í veislunni.
Ég gerði þrjár svo foreldrarnir gætu valið.
Þær eru ósköp einfaldar og mjúkar, enda ekki mikið pláss fyrir svona lagað um hálsinn á svona litlum manni.


Ég fitjaði upp 11 lykkjur og prjónaði perluprjón ca. 8 sm og miðjustykkið er 5 lykkjur 
og prjónaðir 3 sm.
Gráa og millibláa eru úr babygarni og dökkbláa úr Dale Lerke, og prjónarnir nr. 2,5.