Ég er búin að gatslíta ullarsokkum sem ég prjónaði í hittifyrra, og þurfti því að draga fram garn og prjóna og gera fleiri sokka. Ég notaði bara afganga, og réði það litavalinu að mestu. Þessir að ofan eru úr léttlopa og einbandi, prjónuðu saman.
Sokkarnir hér að ofan eru prjónaðir eftir sömu uppskrift og þeir gatslitnu, úr léttlopa.
Ég er að verða búin að prjóna þriðja parið. Allar uppskriftirnar eru úr bókinni Sokkar og fleira eftir Kristínu Harðardóttur. Sú bók er í miklu uppáhaldi hjá mér.