Ég tók fram kassa með alls konar smáafgöngum, sem ég hef ekki tímt að henda, og sneið úr þeim litla ferninga, ljósa og dökka. Þeir eru sniðnir 1 x 1 tomma að stærð, og þegar þeir eru komnir 4 saman í myndina eru þeir 1 x1 tomma saumaðir.
Hér er geisladiskur til samanburðar á stærðinni.
Hér er geisladiskur til samanburðar á stærðinni.
Ég las í bloggi sem heitir The sentimental quilter, að sú sem skrifar það sníður alla litla afganga niður í svona stærðir, saumar saman fjóra búta, og setur í öskju. Svo saumar hún svona lítil teppi þegar hún er í stuði til þess. Sniðugt?!