Ég saumaði að gamni mínu í nokkur þvottastykki og gaf barnabörnunum, tvö hverju. Passaði bara að ekki færu tvö eins á hvort heimili. Gott að þekkja í sundur hver á hvað.
Heildartala yfir síðuflettingar
þriðjudagur, 27. janúar 2026
Þvottastykki
föstudagur, 23. janúar 2026
Prjónaðir pottaleppar
Þessa pottaleppa fann ég á síðu garnstudio.com. Ég prjónaði aðra eftir uppskrift á síðunni þeirra fyrir nokkrum árum og það eru með bestu pottaleppum sem ég á. Þeir eru prjónaðir í hring og lagðir tvöfaldir saman og saumaðir á endunum og verða þykkir og góðir. Ég notaði Muskat frá Gallery spuna og prjóna nr. 3.
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)




